Blindir og fjöll

Á stuttum tíma núna hef ég rekist tvisvar sinnum á frétt sem mér finnst fullt tilefni til að segja frá hérna.  Það varðar grunnskólamenntun blindra og sjónskerta.  Af báðum fréttum að dæma virðist kennsla blindra og sjónskertra barna vera engin hérna eða gjörsamlega hrunin til grunna ef fyrir var einhver grunnur.  Í bland við þessa sorglegu staðreynd hafa foreldrar tveggja blindra og sjónskertra barna ákveðið að flýja land sitt vegna þessa úrræðaleysis af hálfu stjórnvalda í þessum málum.  Börnum þeirra og menntun þeirra er sem sagt betur sinnt í öðru landi en það fæddist í og er ríkisborgari í, í öðru landi sem annað tungumál er talað og jafnvel landi sem við íslendingar höfum tekið mið af að verða og að gera betur. Báðir foreldrarnir segja að þeir telji barnið sitt fá miklu meira út úr lífinu í öðru landi heldur en heimalandinu.  Sorglegt.  Maður spyr sig ósjálfrátt hvað sé eiginlega að gerast?  Í annarri hverri ræðu sem ráðherrar hér halda stilka þeir ýmist á stóru yfir hvað við íslendingar séum heppin að búa við besta velferðarkerfið í heiminum jafnvel líka besta menntakerfið. Falla blind og sjónskert börn ekki inn í þetta margumtalaða besta velferðar – og menntakerfi?  Sagt er að eini blindrakennarinn á landinu hafi hætt störfum og engin til að taka við af honum.  Sem sagt engin nýliðun í stéttinni, engin hvatning eða örvun í kennslu blindra af hálfu ráðuneytis menntamála. Var ekki alveg fyrirsjáanlegt að þetta myndi gerast þegar bara aðeins einn blindrakennari var á öllu landinu?  Ég vona innilega að verið sé að vinna að þessum málum í ráðuneyti menntamála sem og fræðslumiðstöðum hvar sem er á landinu þar sem blint eða sjónskert barn býr og á fullan rétt á skólagöngu til jafns við önnur börn. Ég vona líka að ég þurfi ekki að lesa aðra frétt um þriðja foreldri blinds eða sjónskerts barns eða jafnvel barns með aðra fötlun sem er að flýja land.  Fólk á nefnilega ekki að þurfa að flýja land vegna menntunarúrræðisleysis stjórnvalda sem stæra sig af að eiga besta velferðarkerfið í heiminum.  Fólk flýr land venjulega vegna ofsókna, stríðs og hamfara sem ekki voru fyrirsjáanlegar.  Slíkt ætti með öllu ekki að þurfa að líðast hér.

 

Já, þá er víst fyrsta alvöru færslan komin, svo þið hafið þá fengið svolitla nasasjón af því sem koma skal.  Í þessu núna er ég að undirbúa mig fyrir miðnæturgönguferð á Heklu, legg af stað eftir svona þrjá tíma. Vinkona mín ein góð fann upp á að fara í þessa ferð.  Þegar hún var að útlista fyrir mér hvað ég ætti að taka með í svona fyrstu alvöru fjallaferðina mína þá nefndi hún að öllu síðustu að það væri góð hugmynd að ég tæki með mér bók að lesa, ég hváði vitanlega, því bókalestur er nú víst ekki stundaður í miðnæturfjallagöngum.  Hún útskýrði þetta aðeins betur og sagði að ef ég kæmist ekki alla leið þá gæti ég bara snúið við niður og sest inn í bílinn og lesið á meðan ég bíð eftir hinum.  Virkilega umhyggjusamt af henni, en ég ætla sko ekki að fara í bókalestur, ég ætla að labba alveg alla leiðinna og niður líka.  Myndavélin verður tekin með svo þið fáið sennilega að rýna í myndir úr göngunni á næstunni, þá getið þið séð sönnun á því að ég sé alveg orðin fjallafær.  

Góða helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð í fjallagöngunni í Heklu og endilega taka margar myndir af ferðina. Vonandi verður veðrið þannig að sólarsetið verður glæsileg þar.
Kveðja Hjördís Anna

Hjördís Anna Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 16:05

2 identicon

Til hamingju með nýju bloggsíðuna þína Magga, alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar, fróðlegt og skemmtilegt.
Mikið lítur þú vel út :)
Ágústa

Ágústa Unnur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband