Minnihluta hafnað

Það verður að segjast eins og er að ég hef fengið athugasemdir út á það frá fleirum eins og sést hér í athugasemdum frá óskráðri Elsu við síðustu færslu mína um Kastljósið og það slaka upplýsingaraðgengi sem þættir sem þessir hafa upp á að bjóða.  Mér finnst það mikið jafnréttis og jafnræðismál fyrir alla þjóðina að hún fái óskert aðgengi af allri þjóðmálaumræðu líðandi stundar.  Móðgun við lýðræðið skal það bara segjast. En þarna er ekki bara á við RÚV að sakast heldur líka Stöð 2.  Þeir gera þessa þætti og tryggja þar með áhorf sitt með þjóðmálaumræðunni, ég bara spyr af hverju mega ekki allir njóta þess sem fram fer þarna í þáttunum sem og umræðunni, þetta er þeirra land og þarna geta þeir viðað að sér valmöguleikum til að kjósa í vor.  Það er lítið lýðræði í þáttunum ef ekki fá allir að njóta þeirra.  Það er engin nýlunda að þörfum minnihluta þessa lands sé sífellt hafnað, sumir mæta afgangi en ég verð bara að segja það að í þessu tilfelli mæta heyrnarskertir/heyrnarlausir landsmenn ekki afgangi heldur nákvæmlega engu þegar kemur að upplýsingaraðgengi þeirra og RÚV á að heita sjónvarp ALLRA landsmanna jafnvel þó það sé opinbert einkahlutafélag, þá hefur það skyldur að gegna.  Fyrir hverjar einustu kosningar þarf þessi minnihluti að minna á sig og hvað uppsker hann?  Einn táknmálstúlkaðan þátt kvöldið fyrir kjördag með formönnum stjórnmálaflokkanna. Það þurfti að knýja fram þennan eina möguleika með hæstaréttardómi nokkrum dögum fyrir kosningar 1999. Sem sagt minnihlutinn hefur bara nokkrar klukkustundir til að ákveða hvað eigi að kjósa meðan aðrir hafa nokkrar vikur til þess og hafa fullan aðgang að umræðunni allan tímann meðan hinir hafa stopulan eða lítinn aðgang.  Fattar þetta virkilega enginn? ekki einu sinni korter fyrir kosningar og ekki einu sinni korter yfir? Hvað þarf mörg kjörtímabil til að eitthvað gerist?  Þetta er pjattrófuháttur á hæstu hæðum.

 

Að sama skapi og hneykslan get ég ekki annað sagt en að öðrum minnihluta hafi líka verið hafnað í dag.  Prestaþing hafnaði tillögu um að samkynhneigðir fengu að gifta sig í kirkju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband