Velferð

Ég fór í Kastljósið í kvöld, þar sat ég borgarafund þess og umræðuefnið var félagsmál, helst var talað um málefni öryrkja og aldraðra eins og þau mál eru núna í vörslu/gíslingu ríkisstjórnarflokkana og hafa verið þannig síðustu 12 eða jafnvel 16 árin.  Það virðist á svörum forsvarsmanna ríkisstjórnarflokkana núna að allt eigi að lagast í þessum málum sbr. stefnu þeirra og svörum, auðvitað! það eru að koma kosningar!   Maður bara spyr af hverju einmitt núna?  Af hverju ekki fyrir 4 árum eða af hverju ekki fyrir 8 árum eða jafnvel 12 árum, það var lag þá og því þá núna, maður getur bara ekki lengur tekið svörum þeirra þegjandi.  Það ætla ég ekki að gera, af því að maður er orðin ansi þreyttur að verða vitni að því að börn, öryrkjar og aldraðir hafa alltaf verið látin mæta afgangi, það hefur verið komið fram við fólkið af óvirðingu í stjórnartíð þeirra, eilíft kvabb og alltaf sífellt verið að skerða allt og raddir þessa hópa hafa verið æ háværari eftir því sem árin hafa liðið.  Hvernig geta þeir sofið vel þegar 200 börn með geðraskanir eru á biðlista BUGL og 3 ára biðlistar eru eftir greiningu og viðtali á Greiningarstöð Ríkisins, bara tvö dæmi sem sýna svart á hvítu að mikið þarf að laga til eftir núverandi valdhafa. Félagsmálaráðherra stærir sig svo af að eiga gott samstarf við forstöðumann Greiningarstöðvarinnar, hvað kemur okkur það við?  Hvað kemur okkur það við að þeim finnst gaman að sitja saman og spjalla í mestu góðvild á meðan fullt af börnum bíður í 3 ár eftir greiningu og það er vitað mál að þau tapa mikið á þessari bið hvað skólagöngu sína varðar, það þarf nefnilega að vera til greining svo skólarnir viti hvernig eigi að haga kennslu fyrir barnið, 3 ára bið eftir greiningu þýðir 3 ára tap í námi og mennirnir sem stjórna sitja saman í mestu góðvild og spjalla, um hvað voru þeir að spjalla allan tímann í þessu “góða samstarfi” sem félagsmálaráðherra þurfti svo endilega að koma frá sér?  

Margrét Sverrisdóttir var svo í þættinum á eftir mér um menntamálin og veit ég að henni gekk vel.

 

Svo fór ég strax eftir Kastljósið á opinn fund ÖBÍ, Þroskahjálpar og Eldri borgara sem haldin var á Grand hóteli um velferðarmálin.  Allir hafa einhverjar lausnir á takteinum og allir vilja setja fremst í forgangsröð sína að gera öryrkjum kleift að fara á vinnumarkaðinn og afnema tekjutengingu (svarið frá xD var samt ansi loðið svo því ber að taka með fyrirvara þegar ég segi “allir”).  Það kom nefnilega í ljós að það er ansi hagkvæmt fyrir ríkissjóð að senda öryrkja og aldraða út á vinnumarkaðinn og hækka skattleysismörkin.  Allir voru líka sammála um að einfalda almannatryggingakerfið enda full þörf á því, hefði það verið gert fyrir löngu væru framboðsfundir sem þessir miklu einfaldari líka.

Skemmtiatriðin í hlénu voru flott og ég mæli sérstaklega fyrir því að xD og xB taki það sem aðalshowið á næstu árshátíð sinni.

En annars núna er ég farin að sofa, ég sef oftast vel og ætla að gera það áfram því ég ætla að koma á sveigjanlegu velferðarkerfi og ég gæti jafnvel þurft að verða velferðarráðherra til þess, stjórnliðar fengu langan tíma að reyna, því mætti ég ekki líka láta reyna á getu mína og hæfni í þessum málum.  Það er ansi mikill hagur fyrir ríkissjóð að láta og leyfa öryrkjum að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kom mjög vel út hjá ykkur "Möggunum" í kvöld. Virkilega vel

Baldvin Jónsson, 25.4.2007 kl. 01:43

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú stóðst þig vel í Kastljósinu.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:09

3 identicon

Ég get ekki horft á þetta viðtal án þess að fyllast gremju úti RÚV fyrir að texta ekki eða amk hafa túlkinn á skjánum allan tímann.... hvurn djöfullinn átti þetta að þýða?

Ég er annars nokkuð viss um að þetta hafi verið flott hjá ykkur, vildi bara geta fylgst með og metið það SJÁLF. pirrrrrr

Elsa G. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:26

4 identicon

Þú stóðst þig MJÖG vel í kvöld og varst góður málsvari fyrir Íslandshreyfinguna :)

Nú er bara að bretta upp ermarnar og ná alla leið ;)

Birgir Grimsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband