Niðurstöðurnar

Rannsóknarniðurstöður á framleiðnimælingu og ávinningi af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja sem unninn var af Rannsóknasetri verslunarinnar í samvinnu við Hagfræðistofnun HÍ sýnir að ríkið græðir á afnámi tekjutengingar. Hagnaður ríkissjóðs gæti numið rúmum fjórum milljörðum króna ef 1/3 lífeyrisþega og 10 % öryrkja færu út á vinnumarkaðinn.  Um fréttina á visir.is segir þetta meðal annars um núverandi ástand: “„Mönnum er núna að vissu leyti haldið út af vinnumarkaðnum," segir Sigurður [Jóhannesson hagfræðingur] og bendir á að aldraðir hafi sýnt mikinn áhuga á að vinna en þriðjungur þeirra sem eru á aldrinum 65 til 71 árs, eða um fjögur þúsund manns, geta hugsað sér það samkvæmt niðurstöðum rannsóknar. Hann bendir á að eftirspurnin eftir þessu fólki detti líklega fyrst niður þegar ástandið á vinnumarkaði breytist en þó hafi gamalt fólk jafnvel forskot á aðra í viss störf. „Margir öryrkjar og mikið fatlaðir eru líka harðduglegir í vinnu," segir hann.”  Í sömu frétt segir líka: “Verslunina hefur vantað starfsfólk síðustu ár. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessir hópar nýtist mjög vel í mörg störf sem ekki séu álagsstörf og telur pólitískan jarðveg til breytinga fyrir hendi. „Ef við horfum til lengri tíma þá liggur fyrir að atvinnulífið þarf á starfskröftum þessa fólks að halda. Við tökum þessari skýrslu mjög fagnandi og lítum jákvæðum augum á allt sem er til þess fallið að virkja starfskrafta þessa fólks lengur en nú er," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.”

Miðað við þessar niðurstöður ættu aldraðir og öryrkjar að vera í startholum til að geta farið að vinna og stjórnvöld ættu sömuleiðis að drattast í það mál að afnema tekjutenginu.  Afnám tekjutengingar er meðal annars hluti af sveigjanlegu velferðarkerfi sem Íslandshreyfingin – lifandi land stendur fyrir, það eykur á samfélagsþátttöku og lífsgæði.  

En annars ælta ég að kynna mér allt efni þessarar rannsóknarskýrslu á næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband