Sumardagurinn fyrsti er liðinn, mér finnst íslendingar svo lukkulegir að hafa svona dag, það eru ekki margar þjóðir sem hafa þennan dag sérstakan. Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilegan vetur. Rauður dagur á dagatalinu og velflestir fá sumargjöf.
Fyrir 43 árum fengu fjórir bræður mínir litla systur í sumargjöf á þessum degi og í dag fyllir árfjöldatala mín fjörutíu og þrjú ár, snilld! Börnin mín fengu hinsvegar nýja íþróttaskó í sumargjöf. Ég fékk frumsamið ljóð frá börnum mínum í sumargjöf og ansi lukkuleg með það.
En að öðru og því nýjasta sem sagt því að nú sé verið að vinna að rannsókn á afleiðingum tekjutengingar ellilífeyris þar sem afleiðingar þess að afnema tekjutengingu ellilífeyris og bóta til öryrkja eru skoðaðar í nýrri rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt er í dag. Hún ber heitið "Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja." Í rannsókninni er gerð greining á starfsmannaskorti í atvinnulífinu, með sérstakri áherslu á verslun. Einnig eru hugsanlegar lausnir skoðaðar. Dr. Sveinn Agnarsson hagfræðingur Hagfræðistofnunar gerði samanburð á framleiðni í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum. Bæði miðað við fyrri tímabil og þróun í öðrum löndum. Þá skoðaði Dr. Sigurður Jóhannesson hvort hagkvæmara væri fyrir ríkið að skerða ekki ellilífeyri og aðrar bætur. Sérstaklega í þeim tilfellum þar sem fólk kýs að vinna og fær í staðinn auknar skatttekjur.
Þetta segir í frétt á visir.is og ég er ansi spennt að sjá niðurstöðurnar því ég hef alltaf haft þá skoðun að almannatryggingarkerfið eigi að vera hvetjandi fyrir notendur þess að fara út í atvinnulífið og í stefnu Íslandshreyfingarinnar lifandi land er meðal annars að finna að sveigjanlegt velferðarkerfi eykur samfélagsþáttöku og lífsgæði. Sé þetta virkt skilar það meira í ríkiskassann. Ég hef því fulla trú að ávinngurinn sé það ásættanlegur að vel sé hægt að gera almannatryggingarkerfið þannig úr garði að afnám tekjutenginu sé hvati frekar en að letja eins og nú er við lýði í dag. En annars þarf að einfalda allt almannatryggingarkerfið svo skilningur á frumskógi þess sé auðskilinn. Sem sagt komin tími að grysja í skóginum ekki satt? Mér hefur verið sagt að jafnvel starfsfólk kerfisins skilur það ekki svo maður spyr bara hverra hagur það sé að hafa kerfið of flókið?
Athugasemdir
Elsku Magga mín !
Til hamingju með daginn :) Ég vona að þér skemmti vel á afmælisdaginn þinn.
Bestur kveðju
Guðrún
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 13:25
Elsku Magga mín !
Til hamingju með daginn Ég vona að þér skemmti vel á afmælisdaginn þinn.
Bestur kveðju
Guðrún
Guðrún, 23.4.2007 kl. 13:31
Hjartanlega til hamingju með afmælið Sigurlín Margrét mín. Vonandi áttu góðan afmælisdag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.