30.3.2007 | 09:55
Nei við stækkun!
Það er mikið fjör hjá nágrönnum mínum í Hafnarfirði þessa dagana. Á herðar þeirra er lögð mikil ábyrgð sem hefur skapað hina líflegustu umræðu síðustu daga. Staðarblöðin hérna eru uppfull af greinum og viðtölum um hagkvæmni og óhagkvæmni þess að álverið skuli stækkað. Ég hef lesið vel flestar greinarnar og í Víkurfréttum er viðtal við konu eina, meðlim samtakanna Sól í Straumi. Kristín Pétursdóttir heitir hún og fyrirsögnin á viðtalinu snart mig verulega: Glórulaust að ætla að reisa stærsta álver í Evrópu í miðjum bænum okkar Hafnfirðingar eru sem sagt um helgina að taka ákvörðun sem á eftir að hafa áhrif á hvernig bærinn þeirra þróast næstu 50 árin. Þessi kona veit hvað hún syngur þegar hún talar um áhrifin af stóriðju og þeim risaframkvæmdum sem henni tengjast, hún er hagfræðingur um það mál segir hún hafa áhrif á þenslu í landinu sem veldur því að verðbólgan verður há, vextir hækka og íslenska krónan styrkist gagnvart erlendum gjaldmiðlum sem kemur sér afar illa fyrir íslensk fyrirtæki í útflutningi og ferðaþjónustu. Í viðtalinu gefur hún ekki mikið í útskýringar Alcan á mengunarviðmum sem Alcan hefur fengið starfsleyfi fyrir hjá Umhverfisstofnun. Þessi mengunarviðmið eru á engan hátt bindandi í lögum og aðeins tölur á blaði og því geta mögulegir nýjir eigendur að Alcan í framtíðinni ekki verið á neinn hátt bundnir þeim tölum, þannig er útséð að margt getur breyst og mengun orðið allt hvað meiri en mengunarviðmið sem skráð eru á starfsleyfið í dag fyrir stækkunni. Það er hárrétt hjá henni sagt í viðtalinu að með áframhaldandi byggingu álvera og tilheyrandi stóriðjuframkvæmdum stjórnvalda ekki annað en vantraust á íslensktatvinnulíf og getu þess til að standa undir framtíðinni í hagvexti. Það eru mýmörg önnur tækifæri sem felast í atvinnurekstri í Hafnarfirði og á Íslandi segir meðal annars í viðtalinu við Kristínu. Viðtalið er hægt að sjá hérna.
Í Fjarðarpóstinum í vikunni var grein eftir Ástu Þorleifsdóttur jarðfræðing sem vakti einnig athygli mína, hún fjallaði um Eldfjalla-og auðlindagarð á Reykjanesskaga. Ég las greinina og get ekki annað en sagt að þetta sé einn valkostur umfram stóriðjuframkvæmd sem stækkun Alcan felst í. Þessi hugmynd myndi skapa af sér meiri arð en stækkunin álversins gefur af sér núna til langstíma litið og helsti kosturinn við þetta er að verkefnið gefur ekki frá sér neina mengun. Þarna á svæðinu eru bestu aðstæður, lifandi jörð sem mun skapa af sér fjölmörg áhugaverð atvinnutækifæri. Byggi ég hinsvegar í Hafnarfirði og fengi að kjósa myndi ég krossa við Nei á kjörseðilinn. Því ég sé að það eru til miklu fleiri áhættuminni tækifæri og þau ber að skoða vel.
Athugasemdir
Það er ekki rétt að tölurnar í starfsleyfinu séu ekki bindandi, þær eru bindandi. Hins vegar hefur Alcan sett sér markmið að gera miklu betur, eins og þau hafa alltaf gert, og settu því þær tölur í deiliskipulagstillöguna.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 30.3.2007 kl. 10:58
Sæl Sigurlín.
Ég ætla að kjósa JÁ með stækkun í nafni hins vinnandi verkamanns.
Kveðja og virðing
Árelíus Örn Þórðarson, 31.3.2007 kl. 00:20
Enginn sem hefur kynnt sér eyðileggingu andrúmslofts, bráðnun hafísanna, séð orsökina fyrir fleirri náttúruhamförum í heiminum kýs já með stækkun, amk þarf Ísland núna að gera sitt til að gróðursetja meira, binda koltivísýring og já skammst sín fyrir stækkun ef af henni verður.
Elsa (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.