Blessuð blíðan!

Það er bara búin að vera blessuð blíðan undanfarna daga.  Svolítið kalt og rúðuskaf á morgnana en það er bara gleymt þegar að hádegi er komið.   Það er virkilega tilhlökkunarefni að stutt sé í vorið, en fyrst verður maður að taka páskana svo allt sé á réttu róli. 

 

Það hafa nokkrir verið að hafa samband við mig í tölvupósti og spyrja um heimasíðuna.  Það skal bara segjast eins og er “hún er á leiðinni í loftið á allra næstu dögum”.  Einnig hefur fólk viljað hafa samband og skrá sig í flokkinn.  Maður finnur góðan byr með öllum þeim ótalmörgu stuðningsmönnum sem bæst hafa í hópinn á síðustu dögum.  Þeim áhugasömustu er hér með bent á að hægt er að senda tölvupóst á islandshreyfingin@simnet.is  

Eins hefur verið stofnað blogg http://islandshreyfingin.blog.is 

 

Horfði áðan á fyrsta kosningarþátt Stöðvar 2 sem verður sýndur á miðvikudagskvöldum fram að kosningum.  Nú var tekið fyrir Norðvesturkjördæmið.  Íslandshreyfingin var ekki með og er það miður, því reglan hjá stjórnendum þáttarins er víst sú að aðeins þeir sem hafa kynnt framboðslista sína komast að í þáttinn.   Í könnun þáttarins á fylgi flokkana í kjördæminu fær Íslandshreyfingin 2,9% sem er bara ekki neitt slæmt af sex daga gömlum flokki að vera.  Norðvesturkjördæmið telur 21.093 kjósendur, Akranes er fjölmennast og Ásneshreppur minnst. Þetta var það sem kom fram í textaformi í þættinum, skömm aðð ekki skuli vera hægt að texta þættina. Segi enn og aftur að það er vel hægt að texta beinar útsendingar og eru íslenskir sjónvarpsfjölmiðlar aftarlegast á merinni hvað þetta mikilvæga atriði varðar svo allir sitji við sama borð að fá að vita hvað þessir oddvitar allt karlar sögðu.  Á meðan þetta ástand varir vafra ég bara um bloggheima og fæ síðbúnar fréttir af aðalskúbbum í kosningum.  Sum hver verða nefnilega orðin grámygluleg og útrædd þegar ég er að sjá þau fyrst..  bráðabirgðalausn af verstu sort skal það bara segjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband