Lögbrot eða ekki!

Ég ætlaði að skrifa hérna um svolítið sem ég varð vitni af á föstudagskvöldið og mun seint gleyma.  Það var nefnilega þegar ég var stödd á ljóðakvöldi í Félagi heyrnarlausra.   Merkilegt kvöld það má segja.  Þarna voru sýnd nokkur vel valin í slensk ættjarðarljóð í táknmálsþýðingu. Meðal ljóða sem voru þýdd voru Hótel Jörð, Íslandsvísur, Sprettur og Konan sem kyndir ofninn minn.   Hápunkturinn af öllu var þjóðsöngurinn.  Það var alveg ótrúleg upplifun að horfa á hann í táknmálsþýðingunni. Sennilega í eina sinnið sem ég hef orðið vitni að því að þjóðsöngurinn var klappaður upp á svið að öðru sinni.  Mjög flott hjá flytjendum og stendur til að hafa tvö ljóðakvöld af sömu flytjendum á næstunni.  Þá verður söngkona með og píanisti eins og á að vera. Flytjendur eru þrjár ungar heyrnarlausar stúlkur, sem höfðu lagt ótrúlega mikla vinnu í táknmálsþýðingarnar.   Ég skal koma á framfæri hérna í blogginu stund og stað svo áhugasamir geti farið og séð og heyrt, já líka það.

Það merkilega við þetta allt saman er að aðeins sólarhring seinna eru Spaugstofumenn sakaðir um lögbrot við að rústa þjóðsönginum.  Næsta dag voru uppi spurningar hjá þeim sem urðu vitni að táknmálsþýddum þjóðsönginum hvort það hefði líka verið að fremja lögbrot því táknmálið er ekki viðurkennt og því kolólöglegt.  Það er mér allavega tilhlökkunarefni að fá að sjá þjóðsönginn aftur fluttan á táknmáli, og þannig ætla ég að hafa það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er kannski smámunasöm en flytjendur þýddu ekki þjóðsönginn yfir á táknmál, en rétt skal vera rétt. Þýðendur eru skráðir Elsa og Hjördís.

Elsa (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:31

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Snilldar athugasemd með lögmæti þjóðsöngsins á táknmáli ;) Það vantaði nú bara að heyrnarlausir yrðu dregnir fyrir rétt fyrir að bregða út af "réttri" útgáfu!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.3.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband