25.3.2007 | 09:05
Íslandshreyfingin
Nú þegar nýr valmöguleiki Íslendinga á kjörseðlinum í vor hefur bæst við þá langar mig til að koma hérna fram með nokkra punkta sem afskrifa þær bollaleggingar margra að Íslandshreyfingin sé einsmálefnaflokkur. Ég hefði aldrei sett nafn mitt við stofnun á einsmálefnaflokki, því mér finnst þannig flokkur ekkert eiga erindi á Alþingi. Undirbúningstíminn að stofnun hans hefur verið góður og hæfileikaríkt fólk sem annt er um samfélag sitt og vill vera með í að móta það til framtíðarinnar hefur gefið sér rækilegan tíma til að láta þetta nýja stjórnmálaafl verða að veruleika. Það þarf mikinn dugnað, þor og áræðni til að vinna að svona og viðbrögðin sem ég hef fengið hafa verið góð og ég mjög ánægð með þau og er stolt að fyrir það tækifæri að hafa verið með að stofnun þess. Neikvæðar úrtöluraddir hafa vissulega fengið að sjást en hver sagði nú að allir myndu vera sammála því að það væri sjálfsagt að nýtt stjórnmálaafl kæmi ferskt og fínt í kosningarbaráttuna sem nú þegar er hafin og það svona vel undirbúið.
Meðal þess sem rætt hefur verið í gerð stefnulýsingar er meðal annars og ég sjálf tel að Íslandshreyfingin muni standa fyrir er:
Sveigjanlegt velferðarkerfi eykur samfélagsþátttöku og lífsgæði·
- Skattlagning skal miða að jafnvægi og jafnræði. Einfalda og lækka skal skattlagningu einstaklinga með því að afnema tekjutengingu bóta, með hækkun skattleysismarka og tengingu þeirra við launavísitölu. Þeir fjármagnseigendur sem eru hvorki launamenn eða einkahlutafélög skulu reikna sér launatekjur.
Húsnæðiskerfi sem hentar öllum
- Aðgangur að húsnæði á að vera tryggður öllum án tillits til efnahags. Íbúðalánasjóður skal einbeita sér að lánum til tekjulágra og byggingu leiguíbúða. Stimpilgjöld verði afnumin af húsnæislánum sem og öðrum lánum.
Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja
- Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja og sníða velferðarkerfið að þörfum þeirra sem þurfa á því að halda. Vinna, fjölskyldu- og félagslíf er kjarninn í tilveru fólks.
- Hækkun grunnlífeyris, aukið val um búsetu, atvinna með stuðningi og persónuleg liðveisla eru nokkrir þeirra þátta sem auka lífsgæði, samfélagslega þátttöku og hagkvæmni. Nærþjónusta (heimahjúkrun o.fl.) dregið úr stofnanavæðingu.
- Málefni fatlaðara verði á höndum sveitarfélaga og málaflokknum tryggt fjármagn.
Endurskipulagning velferðar- og heilbrigðiskerfis
- Hægt er að einfalda velferðarkerfið og gera það skilvirkara með endurskipulagningu Tryggingastofnunar og endurskoðun laga um almannatryggingar. Skilgreina þarf verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðkomu einkaaðila að kerfinu. Æskilegt er að ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála verði sameinuð og nýtt velferðarráðuneyti stofnað. Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila.
Í gærdag fór stóð Íslandshreyfingin fyrir fundum á Akranesi og í Borgarnesi. Hérna fylgja nokkrar myndir með. Mjög gaman var í ferðinni. Kosningarbaráttan er sem sagt hafin.
Athugasemdir
Einhvernvegin finnst manni eins og þetta séu allt gamlar tuggur, flestar frá vinstri. Allar líta allavega út eins og fjárhagsleg árás á ríkissjóð. Hvað með t.d. utanríkismál, vegamál og dómskerfið?
Steinarr Kr. , 25.3.2007 kl. 11:46
Sæl Sigurlín og takk fyrir skrifin. Ég hef ítrekað leitað eftir því hérna á blogginu hvar ég geti fengið upplýsingar til þess að skrá mig með og jafnvel taka þátt í starfinu en hef ekki fengið nein svör þar um. Heimasíða framboðsins er ekki virk heldur þannig að ef að þú getur sent mér upplýsingar væri ég þakklátur fyrir að fá það sent á tölvupóstinn minn baddiblue@gmail.com
Takk og gangi ykkur vel.
Baldvin Jónsson, 25.3.2007 kl. 13:27
Frábært að vita af þér í baráttunni. Hef mikla trú á þér og að þú starfir einlæglega og heiðarlega. Þannig fólk vil ég sjá við stjórnvölinn. Baráttukveðjur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 13:48
Til hamingju með að vera komin í nýtt framboð sem þú virðist hafa meiri trú á þínu gamla, þó svo að þið ætlið að taka stefnumál Frjálslynda flokksins upp sem ykkar.Gangi ykkur vel í ykkar baráttu :Stóryðjustopp ekki satt?
hanna birna jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:22
Skemmtilegt að hlusta á fulltrúa gömlu flokkana skammast yfir því að ný framboð séu ekki búin að skrifa allt niður á blað sem þau vilja gera.
Ég man nú ekki hvort landsfundur Sjálfstæðisflokksins vildi innrás í Írak eða ekki. Svo er spurning hvað stendur í stjórnarsáttmálanum um Guðmund í Byrginu.
Björn Heiðdal, 25.3.2007 kl. 23:15
Þetta er allt í Málefnahandbók Frjálslynda flokksins svo vill nú til he he...
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.3.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.