Þvottagemsar!

Mitt í síðustu viku þegar maður var enn að jafna sig eftir Landsþingsátökin frægu var ég einn morgunin að týna spjarnar af mér sjálfri og krökkum í þvottinn.  Maður er orðin furðu vanur að gera þetta, veit sko nokkurn veginn án þess að hugsa hvað á ekki að fara í vélina til dæmis svart ekki með hvítu og svo framvegis.  Viti menn þegar þvottavélin var búin að sinna sínu og maður opnar vélin enn hugsunarlaus og ætlar að setja þetta í þurrkarann, en þarna greip ég ekki í mjúkan þvottinn heldur eitthvað hart og lítið… með hnút í maganum dró ég hendina rólega úr vélinni og sá hverskyns var í lófanum á mér, nefnilega gemsi dóttur minnar.  Annað eins gat nú gerst og það auðvitað ég sem ábyrgðina bar, þá var bara aðeins að sparka í þröskuldinn og vonast til að hitta á vitlausa tábeinið, finna hvað þetta var sárt, þetta var alveg hrikalega sárt og enn sárara var að segja þeirri litlu frá þegar heim kom, eftir smágrátur og gnýst urðum við sammála um að hún fengi minn gemsa enda hafði hún rennt til hans hýru auga þar sem hann var með myndavél.   Í gær fór ég svo á stúfana að finna handa mér mögulegan gemsa.  Hann fannst í Símanum, tveir komu til greina einn sem kostaði eitthvað 24 þúsund og í honum var mp3 spilari, hinn var eins nema ekki með mp3 spilara sem kostaði tíu þúsund krónum minna.  Ég þarf víst ekki að segja ykkur hvern ég valdi, hef lítið að gera við mp3 spilara í símanum mínum og enda nýbúin að vinna í happadrætti handboltadeildar ÍR mp3 spilara á bara eftir að sækja hann og prófa hann ;)  En já, þessi sími var flottur, sagður nýrri útgáfa af mínum gamla.  Ég glöð að bragði keypti hann og fór heim með hann í hleðslu svo var bara að prófa, en þá kemur í ljós að þó sagt að hann sé með íslenska valmynd þá koma engir íslenskir stafir nema bjagaðir séu og þetta fór í mínar fínustu.  Ég fór því með símann í Símann og krafðist þess að þeir létu mig fá Þ, Ð, Æ og Ö eins og það ætti að vera.  Það tók nú ekki langan tíma fyrir sérlegan aðstoðarmann minn þarna, þessi sími er það sérlegur að það þarf að smella á sérstafir til að kalla þá sérstaklega fram og hafa sérstaklega kveikt á þeim.  Já, svona er það nú bara og mér var eftir að rétta stillingin komin strax farið að þykja afar vænt um hann og eins og ég segi stundum þá bara get ég ekki lifað án hans, bara einn galli í honum; hann hefur minni kraft í hristingi en sá fyrri hafði en það er víst varla ekki hægt að laga.

 

Landsþing FF 003Hvað er ég að skrifa um gemsalífið, varla það sem þið viljið heyra en maður má nú stundum láta eitthvað úr daglega lífinu sínu flakka.   En annars af pólitíkinni þá er það bara frasinn “still going strong”.   Og svona hérna svo einhver mynd sé sett hérna þá læt ég fylgja eina flotta af okkur vinkonum hérna nokkurskonar “before” mynd…. Verið þolinmóð ég mun lofa ykkur “after” mynd. ...en á meðan verður bloggið hérna á léttum nótum og horft fram á veginn.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Flott mynd af flottum og flinkum konum sem þið sannarlega eruð báðar

Rannveig Þorvaldsdóttir, 4.2.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband