Yfirlýsing

 Ég, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir sem hef á þessu kjörtímabili verið varaþingmaður Frjálslynda Flokksins segi mig hér með úr flokkinum.  Ég sé mér engan veginn fært að vinna með núverandi valdhöfum í ljósi þess sem á undan hefur gengið.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skil ákvörðun þína Margrét og vona að kraftar þínir fái fundið sér farveg þar sem þú getur haldið áfram að koma hugsjónum þínum í framkvæmd og góðum verkum.

Gangi þér allt í haginn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.1.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Til hamingju með þetta. Eitthvað fannst mér þetta líklegt. Það er hugsanlegt að leiðir okkar liggi saman fyrr en síðar. Bestu kveðjur.

Haukur Nikulásson, 29.1.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gott hjá þér. Svona vinnubrögð og baktjaldamakk er merki um flokk sem á ekki langa lífdaga. Rasista tilburðir þeirra sem þarna tóku völdinn eiga ekki hljómgrunn hjá nema smá hluta Íslendinga. Þetta eru viðhorf sem minnihlutahópar hér á landi þurftu að berjast við í gegnum tíðina eins og fatlaðir og samkynhneigðir. Þ.e. að þeir ættu ekki heima í samfélagi með okkur hinum.

En aftur flott hjá þér og svo er um að gera að finna þér annan flokk þar sem þú getur haldið þinum málflutningi áfram. Finnst að þú hafir staðið þig vel þegar þú varst inn á þingi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Mjög skiljanleg og eðlileg ákvörðun hjá ykkur Margréti. Gangi ykkur vel í framhaldinu.

Björg K. Sigurðardóttir, 29.1.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Páll Einarsson

Sæl Sigurlín,

Ég bjóst við að þú mundir segja þig úr flokknum enda af mínum kynnum af þér í gegnum blogg, fjölmiðla og sem þingkonu þá hefuru verið sjálfri þér samkvæm. Einlæg baráttukona. vona að þú sért ekki horfin úr stjórnmálum.

Páll Einarsson, 29.1.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: TómasHa

Til hamingju með þetta.  Það verður mjög spennandi að fylgjast með framhaldinu.

TómasHa, 29.1.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Skynsamleg og eðlileg ákvörðun hjá þér Sigurlín

Guðmundur H. Bragason, 30.1.2007 kl. 00:26

8 identicon

Þarna misstu Frjálslyndir góðan pólítikus, þó ekki sé meira sagt, ég vona að þetta verði þér til góðs.

Elsa (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 01:11

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigurlín Margrét.

Ég gáði i tölvupóstinn minn hvort ég hefði fengið tilkynningu frá þér um þetta áður en það var ekki og því les ég þetta hér fyrst formlega.

Það virðist allt fara fram gegnum fjölmiðla þessa daga og það er leitt.

Hingað til hefi ég talið mig starfa með þér af heilindum.

kveðja.

Guðrún María Óskarsdóttir.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.1.2007 kl. 02:12

10 Smámynd: Bragi Einarsson

Styð þessa ákvörðun þína og Margrétar, gangi ykkur allt í haginn í framtíðinni og megi ákvörðun þín fela í sér gæfuspor fyrir þig.

Bragi Einarsson, 30.1.2007 kl. 08:38

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég sem var að vona að þú myndir berjast fyrir fyrsta sætinu.  Við höfum átt góð kynni. Ég óska þér góðs gengis hvert sem þú ferð. 

Sigurður Þórðarson, 30.1.2007 kl. 12:37

12 Smámynd: Kristján Pétursson

Hef fylgst með þínum góðu verkum.Styð þig alla leið.

Kær kveðja.

Kristján Pétursson, 30.1.2007 kl. 16:53

13 Smámynd: Guðrún

Ég styð þig og áfram með þig :)

Kveðja Guðrún

Guðrún, 30.1.2007 kl. 19:56

14 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Gott mál hjá þér Sigurlín.

Flokkurinn er á rangri leið, hann mun frekar detta út af en eflast við þetta.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 30.1.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband