Óráðssían

Mér finnst ömurlegt að fylgjast með óráðssíunni í meðferð ríkisfjármuna eins og núna hefur komið í ljós með Byrgið.  Það mál þarf ég ekki að tíunda neitt frekar hérna, það er víst flest komið upp á yfirborðið.  Úthlutun þessa fjárs hefur komið frá félagsmálaráðuneytinu og á sama tíma hafa ýmsir hópar fatlaðra búið við rýrt fjármagn jafnvel þó þörf hafi verið fyrir meira hafi sagt til um.  Öryrkjar og aldraðir hafa að sama skapi reynt hvað eftir annað að fá samfélagslaun sín bætt um betur til aukina lífskjara hvað eftir annað og ýmist komið að lokuðum dyrum eða þá þeim hefur verið rétt smáölmusa rétt undir þröskuldinn. Þeir hafa jafnvel þurft að fara lengri leiðina til þess, til dæmis til dómsvaldsins. Svo fær karl sem býður upp á syndaaflausn fyrir mikið veikt fólk allt og ekki nóg með það heldur notar hann það í annarlegum tilgangi, sem nú hefur birst fyrir landsmönnum við misjafnar undirtektir þó en flestar fullar viðbjóði og hneykslan.  Hverjir eru nú hinir raunverulegur tossar stjórnvalda? 

Þetta vekur upp sömu tilfinningar jafnvel núna mun sterkari hjá mér en þegar upp komst um þjófnaðinn hjá Árna Johnssen sem frægur var og hann gisti hvítflibbafangelsið í nokkrun tíma.  Hann virtist alveg getað kafað oní vasa oní vasa ríkissjóðs án þess svo mikið að gera grein fyrir því fé sem hann komst yfir eða þá til hvers það væri notað.   Á sama tíma var maður að berjast fyrir því að textun á innlendu sjónvarpsefni yrði að veruleika svo upplýsingaraðgengi allra yrði fullnægt og er enn að.  Aðrir virðast víst bara trekkja að sér ríkisfjármagn án frekari skýringa eða rökstuðnings meðan aðrir þurfa að hafa mikið fyrir því án þess svo mikið að fá neitt, nema kannski eitthvað undir þröskuldinn til að hafa mann góðan í örlitla stund.  

Núverandi stjórnvöld hafa gert ýmislegt í því að koma  svörtum blettum víða að í ferilskrá sinni undanfarin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

þeir sem viðurkenna ábyrgð sína ætla samt ekki að bera ábyrgð sína, það finnst mér líka vera umhugsunarefni.

Bragi Einarsson, 20.1.2007 kl. 12:49

2 identicon

Merkileg þessi skrif þín og ég vona þín vegna að þú sért ekki svo fáfróð að þú trúir þeim sjálf. Tökum dæmi: Þú segir að öryrkjar og aldraðir komi að lokuðum dyrum en sé stundum rétt smáölmusa undir þröskuldinn. Staðreyndin er hins vegar (blessunarlega) að á sama tíma og Byrgið fékk um 200 mkr, ekki síst fyrir þrýsting frá stjórnarandstöðunni á þingi (og hún er náttúrulega algjörlega sakaus núna, að sjálfsögðu, að eigi mati) fóru í málefni öryrkja og aldraða yfir tugi milljarða króna. Kynntu þér málin betur´ÁÐUR

Örn Johnson (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 14:32

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég er alveg sammála þér Sigurlín, forgangsröðunin er eitthvað furðuleg! Er ekki bara kominn tími til að skipta út ríkisstjórninni? Fá ferska strauma inn?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 20.1.2007 kl. 14:32

4 identicon

Merkileg þessi skrif þín og ég vona þín vegna að þú sért ekki svo fáfróð að þú trúir þeim sjálf. Tökum dæmi: Þú segir að öryrkjar og aldraðir komi að lokuðum dyrum en sé stundum rétt smáölmusa undir þröskuldinn. Staðreyndin er hins vegar (blessunarlega) að á sama tíma og Byrgið fékk um 200 mkr, ekki síst fyrir þrýsting frá stjórnarandstöðunni á þingi (og hún er náttúrulega algjörlega sakaus núna, að sjálfsögðu, að eigi mati) fóru í málefni öryrkja og aldraða yfir tugi milljarða króna. Kynntu þér málin betur ÁÐUR en þú ferð fram með svona dellur. Verst að stjórnin lét undan þrýstigi frá stjórnarandstöðunni og kom þar með "svörtum blettum víða að í ferliskrá sinn"

Annars hef ég hugsað mér (öfugt við þig) að bíða eftir niðurstöðu dómsmála áður en ég felli dóma í svona sorgarmáli og þar sem allir virðast gleyma nú að þessi starfsemi sem þarna fór fram, skilaði örugglega einhverju til baka til samfélagsis, í formi edrú fólks, sem annars lá á götunni. Munum það.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 14:41

5 identicon

 Mikil er ábyrgð þín, Sigurlín, með svona skrifum. Nú geysist fram á ritvöllinn einhver einföld sál, Fanney, sem trúir þínum skrifum.  Hún segir að forgangsröðin sé furðuleg og því kominn tími til að skipta um ríkisstjórn ! Dettur henni virkilega í alvöru í hug að ríkisstjórnin hafi tekið Byrgið fram fyrir öryrkja og aldraða í þessu þjóðfélagi ? Kann ekki einhver annan betri ?

Sigurlín, skrifaðu nýtt blogg og biðstu afsökunar að hafa farið rangt með viðkvæmt mál og ekki kynnt þér málið nægilega vel. Öryrkjar og aldraðir hafi fengið milljarðatugi á sama tíma og Byrgið fékk 200 mkr, að mestu fyrir þrýsting frá stjórnarandstöðunni, en nú ábyrgðarlaus í þessu máli.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 15:15

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Í máli Byrgisins koma margir að þessu máli og því næstum ómögulegt að finna beina sökudólga. Þetta mál er því meira í ætt við það sinnuleysi sem ríkir á svo mörgum sviðum þjóðfélagsins.

Vondu málin eru orðin svo mörg að fólk er hætt að gefa skít í þetta svo kveðið sé bara sterkt að orði. Þess vegna þarf að verða einhvers konar vakning en þar er virðist verkið risavaxið... en verður að einhvers staðar að byrja. 

Haukur Nikulásson, 21.1.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband