13.1.2007 | 10:27
4-18
Hvernig áttu stjórnvöld annars að veita heyrnarlausum framhaldsmenntun þegar þau voru búin að svipta þá grunnskólamenntun á þessum tíma? En annars um þetta mál var fjallað í tímaritinu Mannlíf í október/nóvember 2004.
Það var rætt við heyrnarlaust fórnarlamb kynferðismisnotkunar í fréttatíma RÚV í gær, þar sagði fórnarlambið að það hefði ekki getað haft eðlileg samskipti við foreldra sína. Þannig að nokkuð er ljóst hvernig ástand var við líði í samskiptum heyrnarlausra við aðra en foreldra sína til dæmis kennara og annað fagfólk sem vann í skólanum á þessum tíma.
Og svo voru börnin þetta ung þegar þau voru send í heimavist, fjöggra ára gömul, grunnskólaskólaskylduð samkvæmt lögum fjöggra ára gömul. Foreldar stóðu því berskjaldaðir gegn þessu lagaboði, gátu ekkert gert. Þessi grunnskólaskylda varði til 18 ára aldurs. Mjög löng grunnskólaskylda semsagt. Græddu heyrnarlausir meira en almenningur á þessari löngu grunnskólaskyldu? Nei, varla er hægt að segja það, þeir stórtöpuðu á henni.
Skrapp á myndina Children of Men. Þung og drungaleg mynd, dró mig svolítið niður. Barnsfæðingin hafði sennilega mikil áhrif á alla. Í myndinni fékk eitt mig aðeins til að pæla í einu atriði. Ef þið eruð búin að sjá myndina þá sjáið þið eflaust hvaða atriði ég er að meina. Það er það þegar litla barnið þarna í örmum móður sinnar og allt í kring eru hávær byssuhljóð, skriðadrekar, hermenn og mikill hávaði. Konan hleypur um með barnið hágrátandi og reynir að skýla sér. Þegar ég horfði á þetta varð mér að hugsi að hávær byssu og skriðdrekahljóðin væru örugglega búin að sprengja allar hljóðhimnur barnsins. Ímyndaður veruleiki hjá mér, reyndar bara eins og allt annað í myndinni, en samt það skyldi þó ekk vera?Já, bara komin helgi. Falleg hvít snjódrífa yfir öllu sé ég útum gluggann minn.
Athugasemdir
Já þetta mál er óhuggulegt. Það sýnir okkur líka hvað vanmáttug við erum gagnvart lögum og reglum. Til hamingju með síðuna þína. Sjáumst
hanna birna jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.