Verður textað?

Það er komin nýr fréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig breytingar eða stjórnunarstíl hann mun hafa.  Mér er hinsvegar efst í huga hvort nýi fréttastjórinn láti loksins af því verða að upplýsingaraðgengið verði ekki sent heft út þ.e. ef lagt er í að texta þær.  Með nýjum mönnum koma víst nýir siðir.  Maður heldur í vonina að eitthvað breytist en samt er ég varla svo bjartsýn miðað við vinnubrögð allra síðustu fréttastjóra og stjórnenda Stöðvar tvö sem og það sem hefur á undangengið.

Það var verið að gauka því að mér eftir síðustu skrif hvort mér fyndist ekki skrýtið eftir allt sem ég hef skrifað og sagt um óréttlæti textaleysisins að enginn sjónvarsstöð hefði tekið við mig viðtal um þetta og fjallað um málið eins og venjulega fá málefni óréttlætis og mismunar umfjöllun í fjölmiðlum.  Þetta mál fær sem sagt enga umfjöllun.  Það kemur mér ekkert á óvart því auðvitað vill enginn sjónvarpsstöð spyrja út í gagnrýni á sjálfa sig eða taka til umfjöllunar.  Held það séu bara eðlileg viðbrögð hjá fréttastofunni að þagga málið niður og hefja enga umfjöllun á því sem yrði til þess að farið væri að texta.

Fyrir nokkrum árum buðu öflug hagsmunasamtök RÚV að borga fyrir textun á innlendu efni í eitt ár.  Minnir að það hafi verið Rauði Krossinn með fjármagni sem var safnað í minningarsjóð í nafni látins manns.  RÚV hafnaði styrkinum á þeim forsendum að þeir sæju sér ekki fært að taka við þessu til langtíma litið og yrði þá komin kvöð á þá að halda áfram að texta þegar styrktarféð væri búið. Þetta á semsagt ekki neitt að koma inn sem sjálfsagt mál í rekstri sjónvarpsstöðvarinnar.  Á RÚV ekki að vera sjónvarp allra landsmanna?  Það er svolítið mikið textað þar núna en samt er alltaf hægt að bæta við. Ég bíð enn spennt eftir því að Kastljósið verði sent út textað sem og fréttatímarnir. Það var og er uppi samningur milli menntamálaráðuneytisins og RÚV að auka textun verulega, meira en ár er liðið síðan sá samningur var gerður og enn hef ég ekki orðið vör við neina breytingu eða verulegar viðbætur í textun á innlendu sjónvarpsefni.

Nú er vefurinn mbl.is komin með vefvarp.  Einu sinni tóku þeir viðtal við mig sem sent var út í vefvarpinu sínu og það kom með texta.  Þetta er víst eina viðtalið sem hefur verið sýnt með texta.  Því ekki gera fleiri?  Þetta tók nú svo sem enga stund að smella textanum inn og var vel hægt tæknilega séð.  Sama má segja um vefinn visir.is og vefvörp þau sem honum fylgja.

Stöð 2 sendir mikið út í vefsjónvarpi sínu í gegnum visir.is, auðvitað með engum texta.  En oft á tíðum eru stuttar lýsingar sem fylgja með til dæmis því sem sýnt er og tekið til umfjöllunar í Ísland í dag og oftast enda þessar lýsingar á spurningarmerki, svo er manni tilætlað að horfa á umfjöllunina í vefsjónvarpinu, ég geri það og er enn jafnmikið spurningarmerki og fyrir áhorfið.

Hvað varðar þetta sjálfsagða mál sem textun á innlent sjónvarpsefni er marga landsmenn?  Það varðar 10% landsmanna og svo má bæta við þeim gríðarlega fjölda erlendra manna sem skikkaðir eru með lagaboði að læra íslensku og aðlagast íslensku samfélagi svo framarlega sem þeir ætli að sækja um íslenskan ríkisborgararétt.  Einnig má vel áætla að 10% hlutfallið gæti hækkað því á næstu árum er reiknað með að fleiri greinist með einhverja heyrnarskerðingu því hávaðaáreiti hverskonar nú til dags er mikið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sami grautur í sömu skál!

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.7.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Sælir..

Gísli: Ég er búin að reyna hvað eftir annað að koma með bil á milli, greinarskil.  Virðist ekki vera að takast, stundum tekst það stundum ekki, er búin að eyða meiri tíma í að reyna að laga þetta en ég skrifaði pistilinn á.  Greinilega eitthvað tæknilegt en góð ráð vel þegin.   Þannig að þetta er mjög grautarlegt útlitistlega séð og leiðinlegt að lesa. 

Jón Frímann : Mjög langt síðan allir útí heimi byrjuðu að texta.  Albanir texta meira að segja á meðan íslendingar keppast við að bæta háskerpuna til að sjá fótboltaleiki aðeins betur.  Það er enginn skortur á tækni hérna bara skussaskapur að trassa upplýsingaraðgengismálin eða hvað á ég að halda eftir allt saman. 

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við verðum að halda þingmönnum við efnið.

Sigurður Þórðarson, 9.8.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband