Stefnuræðan: eink.: 9,7

Þingsetning í dag og ég órafjarri öllu í moldvörpuleiknum mínum.

Var að enda við að lesa stefnuræðu forsætisráðherra.  Merkileg lesning skal það bara segjast. Allt varð fagurblátt í kringum mig. Reyndar ef rétt skal vera rétt þá kætti þessi setning mig mest:   

Ríkisstjórnin leggur áherslu á að raunverulegt jafnrétti verði að leiðarljósi í allri stefnumótun hennar sem skapi öllum landsmönnum jöfn tækifæri  

Þarna sé ég færi á að táknmálið sé e.t.v. komið á borð ríkisstjórnarinnar og  þar með ljúki þrautargöngu táknmálsnotenda að fá réttindi sín á forsendum táknmálsins tryggð í lög. Jafnvel get ég gert mér væntingar að texti á innlent sjónvarpsefni sé þar líka.  En hvort ríkisstjórnin sjái sömu sýn á þessa setningu og ég verður bara að koma í ljós. Hvað þýðir raunverulegt jafnrétt og jöfn tækifæri?  

Þetta er bara mín sýn á setninguna og auðvitað getur hún þýtt svo margt annað sem þarf að rétta hlut á í samfélaginu.   Það er líka ánægjulegt að sjá í stefnuræðu forsætisráðherrans að tekjutenging tryggingarbóta við laun maka verði afnumdar.  Sem og sköpuð verði skilyrði til að kerfið virki hvetjandi til að vinna.  Það verða sem sagt umtalsverðar breytingar gerðar á almannatryggingarkerfinu hjá nýrri ríkisstjórn og er það vel.  Góðir hlutir gerast hægt en þeir geta engu að síður líka gerst þegar full þörf er á.  Þörfin fyrir breytingar var komin fyrir löngu síðan.  Það er því verið að lyfta grettistaki ef allt kemst í framkvæmd.  

Það var rétt hjá honum að nefna að stríðsreksturinn í Írak sé harmaður.  Landið er ónýtt, samfélagskerfið er ónýtt, velferðin og efnahagslífið þar í rúst.  Nokkuð sem aldrei átti að eiga sér í stað.

Á heildina litið var ræðan prýðisvel gerð og Geir H. Haarde fær ansi háa einkunn fyrir stílinn sinn. Einhver skipulagðasta og skýrasta stefnuræða sem ég hef séð.   


mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Dálítið skondin setning í stefnuræðunni:

“Ríkisstjórnin leggur áherslu á að raunverulegt jafnrétti verði að leiðarljósi í allri stefnumótun hennar sem skapi öllum landsmönnum jöfn tækifæri” 

Segir maðurinn sem gat valið ráðherra úr hópi mjög hæfra kvenna. Með fullri virðingu fyrir Árna Matt og Einari K Guðf. þá held ég að það séu þarna konur sem eru jafnhæfar það minnsta. 

Gísli Sigurðsson, 31.5.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ó það væri nú frábært ef táknmálsfrumvarpið yrði að lögum! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.6.2007 kl. 15:41

3 identicon

Gúrkutíð hjá þér Magga?

Elsa G. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta var gott hjá þér, Sigurlín Margrét, og óska þér alls hins besta í fríinu. Ég mun reyndar sakna bloggs þíns, en auðvitað er okkur öllum frjálst að sinna persónulegum þörfum.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.6.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband