Textun og 202 þúsundin

Ég gat nú vart orða bundist þegar ég las frétt á visir.is í gær um að afborgun af bíl útvarsstjóra RUV ohf væri 202 þúsund á mánuði. Hvað ætlar hin hagsýna húsmóðir sjálf menntamálaráðherra að gera í þessu?  Ætlar hún að láta sem ekkert sé og textun á innlent sjónvarpsefni sem hún vildi að yrði aukin og er getið um í samstarfsamningi milli ráðuneytis hennar og RÚV hefur ekki verið sinnt sem skyldi, allavega er ég ekki að finna fyrir aukingu.

Kastljósið ber ekki enn sem komið neinn texta eða fréttir, nema umfjöllun sé á erlendu máli.  Eina breytingin sem ég get séð er að erlendir fræðsluþættir með íslenskum þul eru komnir í textun, en ekki alltaf gulltryggt að svo sé í öllum tilfellum.  Gat ekki hitt betur á að gefa mér tilefni til að þrýsta enn einu sinni á textun á innlent sjónvarpsefni svona rétt nýkomna frá Bandaríkjunum þar sem upplýsingaraðgengið er ótakmarkað og ég búin að horfa á sjónvarpið þar í mestu makindum með texta, fréttir í beinni, engum takmörkum háð hvaða fréttastöð það var, beinar útsendingar af íþróttakappleikjum, Discovery Health hafði mest áhorf í húsinu á Heaterside Ave og tveggja þátta umtöluðu heimildarmyndin um Díönu prinsessu, sem og margt annað fróðlegt og svo bara eitthvað sem ekkert var varið í.  Barnaefnið á Disney stöðvunum og Nickeldon var allt textað, reyndar bara allt sem og allar auglýsingarnar.  Fólk getur valið hvort það vilji nota texta eða ekki á skjánum hjá sér. 

Öll sjónvörp sem seld eru í Bandaríkjunum hafa sérstakan búnað í sér til að kalla fram textann.  Hann er hægt að kalla fram með því að ýta á Menu á fjarstýringunni og smella svo á Set upp og finna Caption og setja það á ON ef valið er að fá texta annars OFF. Ég valdi ON og texti fyrir allar stöðvar sem ég horfði á kom. 

Textinn er líka með bakgrunnshljóðum s.s. (doorbell rings), (ring, ring), (shot) o.s.frv. sem við á.  Þegar þulur er að tala þá kemur alltaf (Narrator) í upphafi.  Textinn er ýmist uppi eða niðri á skjánum eða bara þar sem aðstæður þurfa og skyggir aldrei á myndina eða efnið sem sýna er verið á nokkurn hátt.   Þannig að maður veit nákvæmlega alltaf hver er að tala og hvaða bakgrunnshljóð séu, þannig nemur maður myndina alla.  Séu tveir í mynd eins og stundum kemur fram í fréttatengdum viðtölum þá á einn texta reit í sinni mynd og hinn annan, þannig sér maður alltaf hver er að tala og missir ekki af neinu þó heitar umræður séu og báðir kannski að tala á sama tíma og grípa fram í fyrir hver öðrum. 

Ég held að nú sé svo komið að vert sé að minna menntamálaráðuneytið og stjórnvöld á Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og í grein 21 er kveðið á um aðgang að því að að nema upplýsingar, liðir a., c., og d. eiga einnig vel við í þessu hvað varðar sinnuleysið í textunarmálum hérlendis. Hér er fréttatilkynning um undirritun íslenskara stjórnvalda á samninginum. Ætli það sé ekki orðið að vana hérlendis að það þurfi alþjóðlega tilskipun til að sikka íslensk stjórnvöld til að koma sér á labbirnar þegar málefnið varðar sjálfsögð mannréttindi.  Í Mannréttindasáttmálanum er líka kveðið á um að viðurkenna táknmálið.  Nú hefur Alþingi störf eftir tæpan mánuð og þá verður fróðlegt að sjá hvernig farið verður fyrir mikilvægum réttindamálum landans á  kjörtímabilinu.

En að öðru, það eru komnar fullt af myndum úr Floridaferðinni í myndaalbúmið hér á síðunni.  Ég hef ekki gefið mér almennilegan tíma til að skrifa niður ferðasöguna en held að myndirnar segi sjálfar söguna.  Ætli ég muni samt ekki koma eitthvað að því á næstunni sem fyrir augum bar í ferðinni hvað varðar aðgengismál hverskonar sem mér finnst ábótavant hérlendis miðað við Bandaríkin og þá alveg sér í lagi aðgengi fyrir hjólastóla en meira um það næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg hjartlega sammála þér um textun sjónvarpið á islandi hefur enga afsöknur.  Það er gott sjá þig skrifa þessa blog.  Haltu áfram að berjast, það ég mun gera líka.

Haukur Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:31

2 identicon

Mikið er ég sammála þér, það er mikil vöntun á texta hér. Sá litli texti sem kemur á textavarpinu virkar mjög takmarkað, og alls ekki í gegnum sjónvarp símans. Það er amk mín reynsla. Því miður hef ég nú ekki blandað mér í baráttuna fyrir auknum texta og er skömm að því. En ég fel mig bak við þá aumu afsökun að hafa næga heyrn ennþá, þó hún sé nú eitthvað takmörkuð. Ég get amk nýtt mér easy linkinn og tengt hann við sjónvarpið, það er bót í máli fyrir mig... en því miður ekki fyrir alla hina sem þurfa textað efni.

vona að Íslendingar fari að skríða upp úr fortíðinni og nýta sér þá tækni sem til er í stað þess að borga af dýrum bílum....

Elín (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:42

3 identicon

Það er dásamlegt að heyra hve sjónvarpsfreslið er mikið í bandaríkjunum. 

Aftur á móti hefur sjónvarp þroskahamlandi áhrif á fólk, breytir því í frétta-páfagauka, slekkur á sjálstæðri hugsun og hlekkjar áhorfendur í klafa einsleitra skoðana (sem galopnar svo möguleika ákveðinna hópa til að ákveða hvernig fólk hugsar).

Þessvegna mæli ég eindregið með að fólk leysi þetta textaleysisvandamál með því einfaldlega að slökkva á sjónvarpinu, segja nei við fríblöðum og gera eitthvað uppbyggilegt við tíma sinn, svo sem baka, spá í lífið og tilveruna (á eigin forsemdum), mótmæla stríðum og þeim sem leggja pening í stríð, lesa vatnalögin, gera verðsamanburð á íslensku (ókeypis?) rafmagni gagnvart olíu / kola / kjarna framleiddu rafmagni, o.s.frv.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:55

4 Smámynd: Adda María Jóhannsdóttir

Breytir því ekki að allir eiga að hafa jafnan aðgang að efninu, ekki satt?

Adda María Jóhannsdóttir, 31.8.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég bjó rúm 7 ár í USA (kom heim 2005) og allan þann tíma var textun á sjónvarpi þar.  T.d. var hægt að fylgjast með fréttum á börum án þess að nokkurt hljóð væri því textinn var til staðar.  Þá er textinn náttúrulega frábær fyrir þá sem eru að læra ensku í USA og yrði mjög gagnlegur þeim sem eru að reyna að læra íslensku hérlendis. 

Í okkar lúxusheimi hér á landi er staða þessara mála hreint hneyksli.  Enn eitt dæmið um það hversu meirihlutanum er lítið annt um minnihlutahópa landsins.  RÚV á að þjóna þeim sem minna mega sín, börnum, öldruðum og þeim sem lifa við einhverjar skerðingar eins og heyrnarleysi.  RÚV á að sýna fleiri fræðslumyndir, ekki bara á mánudögum og minna af rándýrum framhaldsmyndaþáttum.  RÚV þarf að vera yfir markaðshyggjuna hafið og þjóna landsmönnum.   Gangi ykkur vel í baráttunni.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.9.2007 kl. 10:45

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég held að "Gullvagninn" hér sé ekki alveg að gera sér grein fyrir mikilvægi sjónvarpsins fyrir heyrnarlausa.  Það er ekki lausn að slökkva á tækjunum fyrir þá.  Þrátt fyrir margt lélegt efni er sjónvarpið samt mjög mikilvægur miðill upplýsinga, fræðslu og frétta fyrir alla landsmenn.  Auðvitað er ábendingin um að einhæf notkun á sjónvarpi sé "þroskahamlandi" að mörgu leyti rétt og allir ættu að lesa góðar bækur eða fara á lifandi leiksýningu/tónleika öðru hvoru.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.9.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband